Fréttasafn12. sep. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Norræn bakarasamtök funda á Íslandi

Landssamtök bakaría og kökugerða á Norðurlöndum héldu sinn árlega fund í vikunni og að þessu sinni var fundurinn haldinn á Íslandi eða nánar tiltekið á Siglufirði. Fulltrúar Íslands voru Jóhannes Felixson, formaður LABAK, og Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI. 

Á fundinum var fjallað um fjölbreytt málefni sem varða bökunariðnaðinn og starfsumhverfi hans, s.s. stöðu og þróun á matvörumarkaði, menntamál, samkeppnismál, kjaramál og ýmis fagleg málefni.

Fundur-a-islandi-september-2018-1-

Fulltrúar allra Norðurlandanna funduðu á Siglufirði í vikunni.