Fréttasafn



21. sep. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Norræn vefráðstefna um vistvæna mannvirkjagerð

Norræna vefráðstefnan um vistvæna mannvirkjagerð, Nordic Climate Forum for Construction 2021, fer fram á netinu mánudaginn 27. september kl. 8-13 á íslenskum tíma. Hlekkur er sendur á þau sem skrá sig til þátttöku. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Ráðstefnan er skipulögð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samstarfi við systurstofnanir HMS á Norðurlöndunum og Norrænu ráðherranefndina. Viðburðurinn er árlegur en hann var fyrst haldinn í Malmö árið 2019.

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér.

DAGSKRÁ

8:00 Ráðstefna hefst Sigríður Ósk Bjarnadóttir, í stjórn Grænni byggðar

8:05 Opnunarræða Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra

8:15 Tíminn og vatnið Andri Snær Magnason, rithöfundur

8:35 Hvernig hyggst Osló minnka gróðurhúsaloftmengun um 95% fyrir árið 2030? Heidi Sørensen, stjórnandi Loftslagsstofnunnar innan borgarstjórn Osló

9:00 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins: Reglugerðir um byggingarefni og umhverfisyfirlýsingar vöru (EPD) Tapani Mikkeli, yfirmaður sjálfbærar mannvirkjagerðar hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

----------------------------------------
9:15 Kaffihlé
----------------------------------------

9:25 Staðan og núverandi áskoranir frá stjórnvöldum Kristina Einarsson, Boverket, Svíþjóð og Luzie Rück, Trafik-, Bygge- og Boligstyrelsen, Danmörk
Staðan og núverandi áskoranir frá akademíu Jukka Heinonen, prófessor við Háskóla Íslands og Aalto háskólann í Finnlandi
Staðan og núverandi áskoranir frá iðnaðinum Björt Ólafsdóttir, frá Iðu fasteignaþróun og fyrrum umhverfisráðherra

10:10 Innleiðing á losunarviðmiðum (Limit values) í Hollandi Jos Verlinden, stjórnandi í innanríkisráðuneyti Hollands

----------------------------------------
10:30 Hádegismatur
----------------------------------------
11:15 Losunarviðmið á Norðurlöndunum Matti Kuittinen, ráðgjafi hjá umhverfisráðuneyti Finnlands

11:35 Kynning á skipulagi hringborðsumræðna

11:45 Hringborðsumræður Losunarviðmið

12:45 Samantekt og niðurstöður Fundarstjóri

13:00 Ráðstefnu slitið

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og uppruna norræna samstarfsins um vistvæna mannvirkjagerð má finna hér