Fréttasafn



17. des. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Norræn vinnustofa um hringrásarhagkerfið

Norræn vinnustofa um hringrásarhagkerfið og framleiðslufyrirtæki verður haldin miðvikudaginn 9. janúar  kl. 12.00-16.30 hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en það er CIRCit sem stendur að vinnustofunni. CIRCit er norrænt samstarfsverkefni um innleiðingu hringrásarhagkerfisins til að efla sjálfbærni og samkeppnishæfni í norrænum iðnaði. Þátttaka í vinnustofunni er ókeypis en skrá þarf þátttöku. Vinnustofan er helst ætluð framleiðslufyrirtækjum sem hafa áhuga á að nýta sér þau tæki og tól sem CIRCit hefur þróað til að fyrirtækin geti bætt samkeppnisstöðu og aukið sjálfbærni sína. 

Fyrirtækin Össur og Marel, sem eru bæði aðildarfyrirtæki SI, eru þátttakendur í verkefninu og hafa átt sinn þátt í að þróa þau tæki og tól sem kynnt verða. Á vinnustofunni munu fulltrúar Össurar kynna niðurstöður úr sínu verkefni. 

Vinnustofur af þessu tagi eru haldnar í hverju Norðurlandanna. Fyrsta vinnustofan var haldin í Finnlandi í síðustu viku, í janúar verða vinnustofur á Íslandi, í Svíþjóð og í Noregi og síðasta vinnustofan verður haldin í Danmörku í febrúar.  

Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er hægt að lesa nánar CIRCit og vinnustofuna. 

Hér er hægt að skrá sig á vinnustofuna.