Fréttasafn3. sep. 2019 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Norrænir formenn álykta um sjálfbærni og loftslagsmál

Formenn og framkvæmdastjórar samtaka í iðnaði og atvinnulífi á Norðurlöndum héldu sinn árlega fund síðastliðinn föstudag en fundurinn var að þessu sinni haldinn á Íslandi. Á fundinum var meðal annars rætt um vinnumarkaðsmál, norrænt samstarf, alþjóðaviðskipti og loftlagsmál. Þar kom skýrt fram að fyrirtæki á Norðurlöndum geti gegnt lykilhlutverki við að hanna og þróa lausnir sem nýtist við að ná tökum á loftslagbreytingum á komandi misserum.

Til að markmið Parísarsamkomulagsins náist þarf að efla nýsköpun og styrkja starfsumhverfi fyrirtækja þannig að hægt sé að hraða innleiðingu grænna lausna. Þar skiptir gott samstarf atvinnulífs og stjórnvalda meginmáli því tíminn til að bregðast við er takmarkaður.

Samtökin munu leggja sitt af mörkum til að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist fyrir 2030 og setja málefni umhverfisins í forgrunn.

Statement from the presidents of the Nordic business federations, Iceland, 30th August 2019

The presidents of the Nordic business federations have met today in Iceland, addressing how we can help push the sustainability agenda in Europe forward, avoiding climate change and reaching the sustainability goals. We are fully committed to fulfilling the Paris agreement and to taking a leading role in finding solutions and assist politicians in developing efficient policies for reaching sustainability and creating green business potential to speed up this necessary transition.