Fréttasafn25. sep. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Norrænir fulltrúar ræða um menntun í mannvirkjagerð

Fulltrúar systursamtaka Samtaka iðnaðarins á Norðurlöndunum sem starfa í tengslum við menntun í mannvirkjagerð komu saman á Íslandi dagana 19.-21. september. Um er að ræða árlegan fund þar sem megintilgangurinn er að skiptast á upplýsingum um stöðu menntamála í mannvirkjagerð og endurmenntun og upplýsa hvað hvert land er að gera til að hvetja ungt fólk til náms í þessari atvinnugrein.

Yfirskrift fundarins að þessu sinni var öryggi og menntun. Til umræðu var meðal annars staða starfsnáms á Norðurlöndum, menntakerfið og staða eldri nema í starfsnámi. Norrænu fulltrúarnir fengu kynningu hjá Tækniskólanum, Háskólanum í Reykjavík, Iðunni og Borgarholtsskóla. Einnig var farið í heimsóknir í Orkuveituna, Hellisheiðarvirkjun, Carbfix og Garðyrkjuskólann á Reykjum. 

Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, og Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, voru fulltrúar SI í hópnum. Þá flutti Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, erindi fyrir hópinn í Húsi atvinnulífsins.

Myndin hér að ofan er tekin í heimsókninni í Hellisheiðarvirkjun.

Norraenn-hopur-september-2023_2Heimsókn í Garðyrkjuskólann á Reykjum.