Fréttasafn



1. júl. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Norrænir ráðgjafarverkfræðingar funda á Íslandi

Norrænn fundur systursamtaka Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, sem er aðildarfélag SI, fór fram á Íslandi dagana 27. til 29. júní. Á fundinum sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum auk fulltrú EFCA sem eru samtök ráðgjafarverkfræðinga í Evrópu.

Á fundinum báru fulltrúar hvers lands saman bækur sínar auk þess sem fjallað var sérstaklega um þær grundvallarbreytingar sem eru að verða í atvinnugreininni. Fjallað var meðal annars um ásýnd hins norræna markaðar hvað varðar sjálfbærni, umhverfismál og framleiðni en þar liggja mörg sóknarfæri fyrir greinina. Þá var einnig rætt um ný viðskiptamódel, innhýsingu opinberra aðila á verkfræðiþjónustu og þær breytingar sem gætu orðið á störfum verkfræðinga vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar og tækniframfara. Yngri ráðgjafar innan samtakanna funduðu einnig sérstaklega og kynntu áætlanir sínar fyrir frekari samvinnu milli landa.

Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI, var með sérstakt erindi á fundinum varðandi sjálfbærni og þau verkefni sem unnið er að í þeim efnum innan Samtaka iðnaðarins.

Norraenn-fundur-juni-2019-1-

Norraenn-fundur-juni-2019-6-

Norraenn-fundur-juni-2019-4-

Norraenn-fundur-juni-2019-3-

Norraenn-fundur-juni-2019-2-Á meðan á dvöl ráðgjafarverkfræðinganna stóð á Íslandi var hellirinn Víðgelmir meðal annars skoðaður.