Norskir byggingaverktakar heimsækja Ísland
Starfsmenn Samtaka byggingaverktaka í Noregi, EBA, ásamt fulltrúum aðildarfyrirtækja samtakanna, heimsóttu Ísland fyrir skömmu. Norðmennirnir komu við hjá Samtökum iðnaðarins þar sem starfsmenn á mannvirkjasviði SI kynntu starfsemina auk þess sem Hans Martin Moxnes, framkvæmdastjóri EBA Vestenfjeldske, sagði frá starfi norsku samtakanna. Meðan á dvölinni á Íslandi stóð heimsótti hópurinn ÍAV og Ístak sem eru meðal aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins.
Norðmennirnir á skrifstofu SI. Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, er fjórða frá hægri í fremri röð og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI, er lengst til hægri.
Hans Martin Moxnes, framkvæmdastjóri EBA Vestenfjeldske, sagði frá starfsemi sinna samtaka.