Fréttasafn



  • Vinna við vegagerð

4. feb. 2010

Ógn úr austri?

Kínversk byggingafyrirtæki eru oftar en ekki í opinberri eigu. Til að auðvelda þeim leiðina inn á evrópska verktakmarkaðinn njóta þau hagstæðra lána frá kínverska ríkinu. Danska verktakasambandinu stendur ekki á sama um þessa ógn úr austri og vill að gripið sé til aðgerða. Að sögn Dana eru kínversku verktakarnir fullkomlega  samkeppnisfærir við evrópska varðandi tækniþekkingu til að taka að sér byggingu stórra mannvirkja á sviði stóriðju, virkjana eða samgangna. Launakostnaður þeirra er hinsvegar allt annar. Í krafti lægri launa og lægri fjármagnskostnaðar er samkeppnisstaða Kínverja allt önnur og geta þeir auðveldlega gefið óeðlilega lág tilboð í stórverkefni.

Þetta er áhugaverð frétt segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs SI. Ekki síst í ljósi þess að fyrir nokkrum misserum voru bönkuðu Kínverjar upp á hjá íslenskum stjórnvöldum og vildu ólmir gera fríverslunarsamning  við Ísland.  „Það síðasta sem íslensk mannvirkjagerð þarf á að halda er ríkisstyrkt samkeppni frá fjölmennasta ríki veraldar“ segir Árni. 

Hér má lesa leiðara sem Sigurður B. Halldórsson, lögfræðingur SI skrifaði um viðræður íslenskra stjórvalda við Kína.