Fréttasafn



  • Matur

5. feb. 2010

Kynning á nýrri matvælalöggjöf

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundum um nýja matvælalöggjöf í samstarfi við Matvælastofnun og önnur samtök í atvinnulífi. Fundirnir verða á eftirtöldum tímum:

9. febrúar kl. 14:30-16:30 að Borgartúni 35, Reykjavík, 6. hæð

16. febrúar kl. 14:30-16:30 að Borgartúni 35, Reykjavík, 6. hæð

22. febrúar kl. 14:30-16:30 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri, fundarsalnum Ánni á fjórðu hæð

Á fundunum munu sérfræðingar Matvælastofnunar kynna efni nýrrar matvælalöggjafar og breytingar sem hún hefur í för með sér.

Dagskrá:

·         Af hverju ný matvælalöggjöf? 

·         Breyttar kröfur til matvælafyrirtækja?

·         Hvernig breytist eftirlit með matvælafyrirtækjum?  

Eftir hverja kynningu verður boðið upp á fyrirspurnir.

Fundarstjóri: Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins.  

Upplýsingar um matvælalöggjöfina eru á heimasíðu Matvælastofnunar: http://mast.is/logogreglur/matvaelaloggjofees.

Matvælaframleiðendur eru hvattir til að kynna sér löggjöfina. 

Félagsmenn eru hvattir til að koma á fundinn og fá svör sérfræðinganna við öllum sínum spurningum sem varða hina nýju löggjöf. Skráning þátttöku í síma 591 0100 eða með tölvupósti á netfangið mottaka@si.is. Taka skal fram dagsetningu fundar.