Fréttasafn



  • Sóknaráætlun

9. feb. 2010

Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag

Ráðstefnan Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag sem haldin var í lok janúar var prýðilega heppnuð og vel sótt. En þar fjölluðu fulltrúar grasrótarhópa, hagsmunaaðila og samtaka um sóknarfæri og áherslur sem aukið geta lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum. Ráðstefnan var á vegum stýrihóps 20/20 Sóknaráætlunar og forsætisráðuneytisins.

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI og Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar voru með erindi á ráðstefnunni ásamt fleirum. Hér má nálgast upptökur af fundinum.