Fréttasafn  • Hilmar Veiga Pétursson

11. feb. 2010

Nýr formaður SUT

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og tekur við af Þórólfi Árnasyni. Samtök upplýsingatæknifyrirtækja eru starfrækt undir Samtökum iðnaðarins en innan SUT eru fimmtíu fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaði með á annað þúsund starfsmönnum. Hilmar var áður varaformaður SUT en við því embætti tekur Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell. Þá má geta þess að Hilmar hlaut nýlega titilinn maður ársins í viðskiptalífinu, ásamt Jóni Sigurðssyni forstjóra Össurar, samkvæmt Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins.