Fréttasafn



  • Sisimiut

11. feb. 2010

Ístak reisir virkjun á Grænlandi

Ístak reisir 22,5 MW virkjun í eyðifirði 50 km norðan við bæinn Ilulissat á Grænlandi. Verkið er alverk sem merkir að Ístak sér alfarið um hönnun og byggingu virkjunarinnar. Kostnaður við verkið er áætlaður um 14 milljarðar króna og er reiknað með 150 starfsmönnum þegar framkvæmdir standa sem hæst.

Í verkinu felst einnig að reisa háspennulínu frá virkjunarstaðnum að spennistöð sem Ístak byggir og liggur við bæinn. Þá mun Ístak sjá um rekstur virkjunarinnar í ár eftir afhendingu. Verkkaupi er Nukissiorfiit sem er hliðstætt fyrirtæki á Grænlandi og Landsvirkjun hér á landi.

Raforkuvinnsla hefst samkvæmt áætlun haustið 2012 þegar fyrsta vél verður gangsett. Reiknað er með að seinni tvær vélar virkjunarinnar verði gangsettar í september 2013 og virkjunin komist þar með í fullan rekstur. Virkjunin er sambærileg þeirri virkjun við Sisimiut sem Ístak afhendir sama verkaupa núna í vetur.