Fréttasafn



  • Matur

12. feb. 2010

Námskeið um stofnun matvælafyrirtækja

Matvælaskólinn hjá Sýni heldur námskeiðið Stofnun matvælafyrirtækja dagana 25. og 26. febrúar og 11. og 12. mars, alls 40 kennslustundir.

Námskeiðinu er ætlað að svara hinum ýmsu spurningum varðandi kröfur sem gerðar eru til matvælafyrirtækja bæði hvað varðar gæði, öryggi og hollustu matvæla svo og húsnæði og búnað.

Námskeiðið er ætlað sprotafyrirtækjum, einstaklingum sem eru í leit að nýjum leiðum, matvælaframleiðendum í héraði, ferðamannaþjónustu og öðrum sem hafa áhuga á matvælaframleiðslu.

Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist yfirsýn og grunnskilning á:

  • Lagalegum kröfum við stofnun matvælafyrirtækis
  • Gæðamálum, innra eftirliti og úttektum
  • Öryggi matvæla og hreinlæti
  • Húsnæði, innréttingum og þrifavænlegri hönnun
  • Vöru-og hráefnaþekkingu og innkaupum
  • Pökkunaraðferðum, vali á umbúðum og umbúðamerkingum
  • Vinnuvernd og vellíðan á vinnustöðum
  • Umhverfi matvælafyrirtækja og samtök fyrirtækja
  • Styrkumsóknum t.d. vegna vöruþróunar

Nánari upplýsingar á heimasíðu Matvælaskólans hjá Sýni, www.syni.is eða í síma 512-3380.

Námskeiði er niðurgreitt af Starfsmenntaráði.