Fréttasafn  • icepro

17. feb. 2010

Aðalfundur ICEPRO 2010

EDI bikarinn afhentur í fjórtánda sinn

Aðalfundur ICEPRO verður haldinn í Skála á Hótel Sögu, mánudaginn 22. febrúar 2010. Fundurinn hefst kl. 12:00.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra ávarpar fundinn og afhendir EDI-bikarinn eftirsótta, því fyrirtæki, lausn eða verkefni sem skarað hefur framúr á sviði rafrænna viðskipta á undanförnum árum.

Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Flug-Kef ohf. og formaður SUT (Samtaka í Upplýsingatækni) stígur í pontu og fjallar m.a. um hagræði af rafrænum viðskiptum.  

Að því loknu taka við hefðbundin aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Því er æskilegt að skrá þátttöku fyrirfram með tölvupósti á icepro@icepro.is eða í síma 510 7100. Tekið er á móti nýskráningum á sama hátt, eða á fundarstað.

 

Dagskrá

 

Kl. 12:00

 

Kl. 12:30         

 

 
Kl. 12:50

 


Kl. 13:20         

 

 

 

 

 

 

         

Afhending fundargagna - hádegisverður

 

Gylfi Magnússon,  efnahags- og viðskiptaráðherra flytur ávarp og afhendir EDI-bikarinn því fyrirtæki, stofnun eða lausn sem skarað hefur fram úr á sviði rafrænna samskipta, á nýliðnu starfsári. Þetta er 14. árið sem verðlaunin eru veitt.

 

Þórólfur Árnason, stjórnarformaður FLUG-KEF ohf. flytur ræðu: Burt með vasabókhald og skúffupeninga - nýtum rafræna reikninga til að efla gagnsæ vinnubrögð.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 9. gr. samþykkta ICEPRO

 

1. Skýrsla framkvæmdastjórnar fyrir liðið starfsár

2. Endurskoðaður ársreikningur liðins árs

3. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi starfsárs

4. Kosning formanns

5. Kosning meðstjórnenda

6. Kosning varamann(a) í stjórn

7. Önnur mál