Fréttasafn



26. feb. 2010

Kynning á norrænu markaðsverkefni í umhverfistækni

Útflutningsráð og Samtök iðnaðarins standa fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 3. mars kl. 08:45–10:00 í Borgartúni 35, 6 hæð.


NETS (Nordic Technical Environmental Solutions) verkefnið er sameiginlegur kynningarvettvangur fyrir umhverfistæknifyrirtæki á Norðurlöndum og er því ætlað að ná fram samlegðaráhrifum norrænna fyrirtækja og stofnana með sérstaka áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki. Að hægt sé að bjóða upp á heildarlausnir umhverfistæknifyrirtækja sem leysa verkefni af öllum stærðargráðum hvar sem er í heiminum.

Verkefnið, sem mun standa yfir til ársins 2012, var fyrst kynnt hér á landi í maí sl. en á þessum fundi verður staða verkefnisins kynnt og þau verkefni sem eru framundan .

Þann 27. og 28. apríl nk. verður haldin ráðstefna og sýning í Silicon Valley í Kaliforníu sem ber yfirskriftina Nordic Green II sem er álitin sérstaklega gott tækifæri fyrir þá sem eru að leita að samstarfsaðilum og/eða fjármagni og þurfa að kynna sína vöru og/eða þjónustu fyrir sínum fagmarkaði.

Skráning á morgunverðarfundinn er á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000.

Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, Útflutningsráði, andri@utflutningsrad.is og Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins, bryndis@si.is.