Fréttasafn



  • Tolva

10. mar. 2010

Gæðastjórnun 2010 - ný stefna í samræmismati og eftirliti

Ráðstefnan Gæðastjórnun 2010 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 11. mars kl. 09:00-11:30. Kynnt verður ný stefna í samræmismati og eftirliti af hálfu Evrópusambandsins og leiðir til að uppfylla kröfur.

Nýjar kröfur um gæði vöru og eftirlit með þeim fara sívaxandi um allan heim og þessar kröfur og eftirlitsskyldur þurfa íslensk fyrirtæki og opinberir aðilar að þekkja.

DAGSKRÁ:


Fundarstjóri: Magnús Matthíasson, gæðastjóri verkfræðistofunnar EFLU
Setning: Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum
Iðnaðarins
Þróun Gæðastjórnunar og áherslurnar í dag - Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Landsvirkjunar.
Kynning á nýjum reglum frá Evrópusambandinu um samræmismat og eftirlit: Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.
Mikil aukning vottaðra fyrirtækja, hvers vegna? - Árni Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi.
Hvers vegna tókum við ákvörðun um að fara í faggildingu (ISO 15189) núna? - Kristín Jónsdóttir, gæðastjóri Sýklafræðideildar Landspítala, háskólasjúkrahúss.
Mannlegi þátturinn - Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Innri markaðssetning gæðakerfa - Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður ráðgjafasviðs FOCAL.
Hugbúnaður til að auðvelda daglega gæðastjórnun - Kristín Björnsdóttir, markaðsstjóri FOCAL.

Ráðstefnuslit kl. 11:30

Aðgangurinn kostar 3.500 kr.

Skráning fer fram á focal.is/skraning.