Fréttasafn19. maí 2010

Opinn fundur Samkeppniseftirlits um yfirtöku banka á fyrirtækjum

Samkeppniseftirlitið efnir til opins morgunfundar um yfirtöku banka á fyrirtækjum fimmtudaginn 20. maí kl. 8:30-9:50 Hilton Reykjavík Nordica. Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, er meðal frummælenda, og mun hann fjalla um aðkomu bankanna að endurskipulagningu fyrirtækja og hlutverk Samkeppniseftirlitsins.

Aðrir frummælendur eru Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á samkeppni@samkeppni.is fyrir kl. 12 miðvikudaginn 19. maí.

SJÁ NÁNAR Á VEF SAMKEPPNISEFTIRLITSINS