Fréttasafn  • Raforka

1. okt. 2010

ICEconsult styrkir stöðu sína í orkueftirliti

ICEconsult hefur keypt Orkuvaktina ehf. sem hefur sérhæft sig í greiningu og vöktun á raforkukostnaði fyrirtækja. Orkuvaktin nýtir sér sjálfvirkni og rafræn gögn til hins ýtrasta og nær þannig að bjóða mun hagstæðara verð en áður hefur þekkst fyrir sambærilega þjónustu. Með Orkuvaktina innanborðs getur ICEconsult nú boðið enn betri þjónustu á sviði orkueftirlits.

MainManager – Faglegur, hagkvæmur og gagnsær rekstur stoðþjónustu

ICEconsult hefur þróað aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki með markvissum hætti.  MainManager er vefkerfi ICEconsult sem byggir á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði sem og hugmyndafræði sem nefnist aðstöðustjórnun (e. Facility Management).  Með notkun MainManager er tryggt að reksturinn verði faglegur, hagkvæmur og gagnsær.  Kerfið er nú notað við rekstur þúsunda mannvirkja, hér á landi, í Danmörku þar sem ICEconsult rekur útibú og í Bretlandi þar sem fyrirtækið hefur dreifingaraðila.

Öflugri þjónusta í orkumálum – fleiri hagræðingarmöguleikar

Löng reynsla er hjá ICEconsult á sviði orkuvöktunar og hefur áherslan verið á heitt vatn.  Reynslan er sú að verulega má hagræða í þeim efnum, ekki aðeins hjá fyrirtækjum heldur í stórum hluta fjölbýlishúsa og heimila.  Nú hefur ICEconsult keypt öll hlutabréf í Orkuvaktinni ehf sem hefur sérhæft sig í greiningu og vöktun á raforkukostnaði fyrirtækja.  Orkuvaktin nýtir sér sjálfvirkni og rafræn gögn til hins ýtrasta og nær þannig að bjóða mun hagstæðara verð en áður hefur þekkst fyrir sambærilega þjónustu.  Með Orkuvaktina innanborðs getur ICEconsult nú boðið enn betri þjónustu á sviði orkueftirlits. 

Greining á hagræðingarmöguleikum í raforkukaupum að kostnaðarlausu

Eins og áður sagði er reynslan sú að í meirihluta fasteigna megi hagræða verulega í heitavatnskaupum.  Það sama er uppi á teningnum hjá þorra fyrirtækja þegar raforka er annarsvegar.  Kostnaðurinn við þessa þjónustu er aðeins brot af þeim árlega sparnaði sem næst vegna þjónustunnar og þess vegna mælir ICEconsult með því við alla sína viðskiptavini að orkumál séu skoðuð.  Orkuvakt ICEconsult býður nú fyrirtækjum að skoða hagræðingarmöguleika í innkaupum á raforku þeim að kostnaðarlausu.