Fréttasafn



  • Loftorka með vinnustaðaskírteini

6. okt. 2010

Allir starfsmenn Loftorku með vinnustaðaskírteini

 

Þann 15. ágúst sl. tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

Eftirlitsmenn stéttarfélaganna voru á ferð í síðustu viku og fóru meðal annars í Egilshöll þar sem starfsmenn Loftorku voru að störfum og voru þeir allir með vinnustaðaskírteini. Frá þessu er sagt á heimasíðu Eflingar.

Þar kemur einnig fram að Loftorka hafi á undanförnum árum sýnt mikið frumkvæði og staðið framarlega í öllum málum sem snúa að starfsmönnum þeirra.

Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði en mikilvægt er að öll fyrirtæki sitji við sama borð og fylgi settum reglum.

Fyrirtæki í byggingariðnaði, jarðvegsvinnu og veitinga og gistihús eiga að útbúa vinnustaðaskilríki fyrir starfsmenn sína til að ganga með í veski og sýna þegar eftirlitsmenn mæta á.

Nánari upplýsingar um vinnustaðaskírteini er að finna á www.skirteini.is