Fréttasafn  • Viðhald fasteigna

8. okt. 2010

Uppbyggileg atvinnustefna óskast

Án öflugs atvinnulífs verður ekki til öflugt velferðarkerfi. Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í leiðara nýs fréttabréfs samtakanna. Hann segir að ef vinna eigi bug á atvinnuleysinu þurfi fjárfestingar, smáar og stórar, innlendar sem erlendar, að aukast verulega. Hækkun tekjuskatts fyrirtækja, hækkun skatts á arðgreiðslur og hækkun tryggingagjalds dragi úr fjárfestingum og seinki þar með atvinnusköpun og minnki svigrúm fyrirtækja til kjarabóta. Þá hafi ríkisstjórnin boðað að tryggingagjaldið muni ekki lækka samhliða minnkandi atvinnuleysi, eins og gengið hafi verið út frá, og við það verði ekki unað. Almenningur muni finna fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar með meira atvinnuleysi, lakari lífskjörum og minni velferðarþjónustu en annars hefði orðið.

Sjá nánar á vef SA