Fréttasafn



  • Vatnsafl

8. okt. 2010

Áfrýjun umhverfisráðherra verði dregin til baka

Samtök atvinnulífsins krefjast þess að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að áfrýjun umhverfisráðherra á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu á synjun ráðherrans á aðalskipulagi Flóahrepps verði dregin til baka. Framferði ráðherrans gengur þvert á yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins um framkvæmdir og uppbyggingu og hefur enga aðra efnislega þýðingu aðra en þá að tefja framkvæmdir um nokkra mánuði og auka tilkostnað forsætisráðuneytisins.

Sjá nánar á vef SA