Fréttasafn



  • Fjöreggið

22. okt. 2010

Tilnefningar til Fjöreggs MNÍ 2010

„FJÖREGG MNÍ“ verður veitt á Matvæladegi 2010 fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Samtök iðnaðarins gefa gripinn sem er íslenskt glerlistaverk hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.

MNÍ barst fjöldi ábendinga um verðuga verðlaunahafa og eru fimm af þeim tilnefndir til Fjöreggsins. Í dómnefnd sátu Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, formaður, Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir á Heilsustofnun NLFÍ og Heilsuborg, Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar og Valentína Björnsdóttir framkvæmdastjóri Móður náttúru ehf.

Eftirtalin eru tilnefnd til Fjöreggs MNÍ 2010:

Mjólkursamsalan fyrir Fjörost, umhverfisvæna nýsköpun og nýjan valkost í mögrum mjólkurafurðum.

Lýsi hf. fyrir að vaxa og dafna á grundvelli stöðugrar vöru- og markaðsþróunar.

Matvælaskólinn hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf. er tilnefndur fyrir víðtækt námsframboð fyrir starfsmenn í matvælafyrirtækjum og mötuneytum.

Ólafur Reykdal, matvælafræðingur fyrir þátttöku sína í rannsóknum sem hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi. 

Saffran veitingastaður fyrir að vera heilsusamlegur valkostur á veitinga- og skyndibitamarkaðnum, sem hefur náð til ungs fólks og notið vinsælda allt frá opnun.

Við setningu Matvæladagsins tilkynnir Orri Hauksson, formaður dómnefndar, hver hlýtur Fjöreggið og afhendir vinningshafa verðlaunagripinn.