Fréttasafn



  • cleantech-logo

5. nóv. 2010

Viðskiptatækifæri fyrir umhverfistæknifyrirtæki

Íslandsstofa og Clean Tech Iceland (CTI) og hafa ákveðið að fara í samstarf með verkefni sem miðar að því að undirbúa og aðstoða umhverfistæknifyrirtæki við að markaðssetja tilbúna vöru á markaði erlendis. Af því tilefni verður haldinn morgunverðarfundur þriðjudaginn 9. nóvember kl. 8:30–10:00 að Borgartúni 35, 6. hæð

Dagskrá:

  • Setning fundar – Freyr Hólm Ketilsson, markaðsstjóri ReMake Electric og stjórnarmaður CT
  • Stutt yfirlit yfir starfsemi Íslandsstofu – Hermann Ottósson, Íslandsstofu
  • Kynning á verkefni fyrir umhverfistæknifyrirtæki – Andri Marteinsson, Íslandsstofu
  • Reynsla norskra fyrirtækja af að fara á erlenda markaði – Thor Sverre Minnesjord, CEO of Green Business Norway
  • Samantekt og næstu skref – Freyr Hólm Ketilsson

Viðtöl
Boðið er upp á viðtalstíma þann 9. nóvember með Thor Sverre frá Green Business Norway. Thor leiðir klasasamstarf yfir 40 norskra umhverfistæknifyrirtækja og hefur einnig umtalsverða þekkingu á norska markaðinum.

Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og
freyr@remake-electric.com.