Fréttasafn12. nóv. 2010

Leggja áherslu á að farið sé eftir lögum

Eins og kunnugt er féllu tveir dómar í Héraðsdómi Reykjaness 20. október sl. þar sem eigendur tveggja fyrirtækja voru dæmdir til greiðslu sekta vegna brota á iðnaðarlögum.  Að gefnu tilefni vilja Samtök iðnaðarins koma eftirfarandi á framfæri:

Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að farið sé eftir þeim lögum er gilda í landinu og því studdu þau þá ljósmyndara er í hlut áttu að máli í aðdraganda umræddra dómsmála.  Dómarnir eru vel rökstuddir með tilvísun í iðnaðarlögin nr. 42/1978.  Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að niðurstaða dómanna og þau lagarök sem þeir byggja á séu höfð til hliðsjónar þegar fjallað er um þá á opinberum vettvangi.