Fréttasafn  • Meistarafélag húsasmiða kaupir hlut í IÐUNNI

18. nóv. 2010

Meistarafélag húsasmiða gengur til liðs við IÐUNA

Samtök iðnaðarins og Meistarafélag húsasmiða hafa gengið frá kaupum þeirra síðarnefndu á tilteknum hlut SI í IÐUNNI fræðslusetri. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Baldur Þór Baldvinsson, formaður MH, undirrituðu samninginn. Baldur og Orri eru sammála um að á erfiðum tímum sé það byggingariðnaðinum mikilvægt að standa þétt saman í menntamálum. Að sögn Hildar Elínar Vignir, framkvæmdastjóra IÐUNNAR, gefur samningurinn byggingariðnaðinum tækifæri til þess að efla endurmenntun í greininni.

Fulltrúi MH tekur sæti í stjórn IÐUNNAR frá og með næsta aðalfundi.