Fréttasafn



  • Borgartún 35

5. apr. 2011

Tveir áhugaverðir fundir í dag

Hvers vegna íhuga fyrirtæki að flýja Ísland?

 
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir áhugaverðum hádegisverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 5. apríl  kl. 12:00-13:30. Leitast verður við að svara þeirri spurningu hvers vegna stór fyrirtæki íhuga að flýja land. Ræðumenn fundarins verða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, alþingismaður, Alexander Eðvardsson, sviðsstjóri skattasviðs hjá KPMG og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, stýrir fundi og fyrirspurnum úr sal.
 

SKRÁNING ER Á VEF FVH

Allir eru velkomnir.  Þátttökugjald kr. 3.000 fyrir félagsmenn FVH og kr. 4.900 fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verði.

Icesave já eða nei: Áhrif á efnahagsþróun

Síðdegis í dag, 5. apríl, efna Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins til opins fundar um Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna og áhrif niðurstaðna hennar á efnahagsþróun. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur um 17:30, en aðgangur er án endurgjalds.

Á fundinum taka til máls:

  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og fulltrúi samninganefndar Íslands
  • Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram hreyfingarinnar
  • Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og fulltrúi Advice hreyfingarinnar
  • Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands

Auk ofangreindra verður Guðmundur Björnsson verkfræðingur hjá GAMMA í pallborði.