Fréttasafn  • Icelandic Gaming Industry

11. apr. 2011

Formannaskipti í Icelandic Gaming Industry (IGI)

Nýr stjórnarformaður hefur tekið við störfum í Icelandic Gaming Industry (IGI), en Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir tók við af Erlu Bjarneyju Árnadóttur, vegna fyrirhugaðra flutninga hennar erlendis, þann 15. mars síðastliðinn. Sigurlína og Erla unnu að stofnun IGI á haustdögum 2009 og hefur Erla Bjarney sinnt formannsstörfum frá stofnun samtakanna en Sigurlína, sem er er iðnaðarverkfræðingur að mennt og vinnur sem yfirframleiðandi á þróunarsviði CCP, hefur setið í stjórn frá árinu 2010.  

IGI var formlega stofnað af fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaðinum á Íslandi undir regnhlíf Samtaka iðnaðarins þann 25. september 2009. Markmiðið með stofnun IGI er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum tölvuleikjaframleiðanda og tengds iðnaðar og taka virkan þátt í að móta stefnu markvissrar þróunar hátækniiðnaðar á Íslandi.

Sigurlina-IngvarsdottirAðrir í stjórn IGI eru: 

Ólafur Andri Ragnarsson – Betware

Helgi Már Bjarnarson  Fort North             

Johann Þorvaldur Bergþórsson  Dexoris

Sigurður Eggert Gunnarsson – Gogogic

Eyjólfur Guðmundsson - CCP