Orka fyrir samgöngur
Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál.
Þriðji fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00.
Áður hefur verið fjallað um ný tækifæri í orkuöflun og þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar.
Mikil gróska er í þróun endurnýjanlegra orkugjafa fyrir samgöngur. Verkefnið er flókið, breyta þarf ökutækjum, framleiða nýja tegund orkugjafa og endurskipuleggja innviði og dreifingarleiðir. Samstarf margra aðila er því nauðsynlegt.
Dagskrá:
Clean and Renewable Energy
Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku
Orka í samgöngum - hvaða lausn er best?
Guðrún Sævarsdóttir, lektor við Tækni- og verkfræðideild HR
Græna orkan - vettvangur stefnumótunar í orkuskiptum
Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnisstjórnar Grænu orkunnar
Fundarstjóri: Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI
Phil Metcalfe er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. starfað í verkefnum um lífdísel, vindmyllur og kolefnisviðskipti.
Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis.