Vaxtahækkun er slæm tíðindi
Seðlabankinn ákvað í dag að hækka vexti um 0,25% prósentur í 4,5% og ber fyrir sig versnandi verðbólguhorfum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir þessa ákvörðun vera óskiljanlega og hafa komið á óvart þrátt fyrir yfirlýsingar Seðlabankans í vor um að vextir kynnu að verða hækkaðir. „Vissulega er verðbólgan nokkuð áhyggjuefni en stærsta vandamálið okkar er hversu veikt hagkerfið er. Þessi vaxtahækkun vinnur beinlínis gegn viðsnúningi í hagkerfinu. Í nágrannalöndum okkar eru seðlabankar að fara allt aðra leið en hér. Þar eru vextir mjög lágir þrátt fyrir að verðbólga sé talsvert yfir markmiðið. Í Bretlandi eru stýrivextir t.d. 0,5% en verðbólga 4,4%. Öll áhersla er lögð á að koma hagkerfinu í gang en þannig má m.a. vinna gegn verðbólgunni því hún er mestu kostnaðardrifin eins og hjá okkur. Þetta eru mikil ótíðindi“, segir Bjarni Már að lokum.