Átak til atvinnusköpunar
Opnað verður fyrir styrkumsóknir í verkefnið Átak til atvinnusköpunar 20. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 22. september. Markmið með verkefninu er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.
Sjá nánari upplýsingar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: www.nmi.is