Fréttasafn



  • Fjöreggið

26. ágú. 2011

Óskað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ 2011

Þekkir þú til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði?

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ) 2011 verður haldinn þriðjudaginn 18. október n.k.  Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins.

Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að benda á vörur eða gott framtak einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna.
Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.

Efni Matvæladagsins í ár er: Heilsutengd matvæli og markfæði – Íslensk vöruþróun, framleiðsla, rannsóknir og markaðssetning.

Tilnefningar á að senda á netfang Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, mni@mni.is fyrir 16. september 2011.