4. jan. 2012
Fjöldi íbúða í byggingu
Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Niðurstaðan er að íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar eru 1175 talsins og hafin er bygging á 244 íbúðum til viðbótar. Samtals eru þetta því 1419 íbúðir. Talið er að árlega þurfi um 1500 nýjar íbúðir inn á markaðinn og eru íbúðir í byggingu því innan við áætlaða ársþörf. Þá þarf að hafa í huga að byggingartími íbúðar í fjölbýli er 18-24 mánuðir þannig að ljóst er að íbúðir í byggingu eru langt frá því að fullnægja þörf markaðarins.
Samtökin töldu einnig íbúðir í mars 2011 og var þá sambærileg tala 1648. Þó fækkun frá vori til hausts sé einungis 229 íbúðir er mikil breyting á byggingarstigi einstakra eigna og talsvert verið að vinna í ófullgerðum mannvirkjum.
Fokhelt og lengra komið (byggingarstig 4-7)
Íbúðir í fjölbýli |
837 |
|
Rað- og parhús |
234 |
|
Einbýli |
104 |
Samtal |
1175 |
Sökklar og að fokheldu (byggingarstig 2 og 3)
Íbúðir í fjölbýli |
213 |
|
Rað- og parhús |
17 |
|
Einbýli |
14 |
Samtals |
244 |
Heildar fjöldi íbúða: 1419