Óskað eftir tilnefningum til upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélags Íslands
Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi
Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Veiting þeirra er árleg frá árinu 2010. Friðrik Skúlason fékk fyrstu Upplýsingatækiverðlaun Ský 20. maí 2010. Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra afhenti honum verðlaunin. Reiknistofa bankanna hlaut verðlaunin 2011 og veitti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verðlaunin á UT messunni 18. mars 2011. Rökstuðning valnefnda á vali fyrrum verðlaunahafa er að finna á www.sky.is.
Tilfnefningar og val.
Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.
Allir í tengslaneti Ský geta sent inn tilnefningar. Valnefndin getur einnig sent inn tilnefningar. Hver aðili getur aðeins sent inn eina tilnefningu og skal hún rökstudd. Eftir að fresti til tilnefninga lýkur velur valnefnd þann aðila sem þykir skara framúr og skal hún vera einróma um valið og rökstyðja það vel.
Valnefnd.
Árlega skipar stjórn Ský valnefnd sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Valnefnd samanstendur af tveimur síðustu verðlaunahöfum, fulltrúa frá samtökum upplýsingatæknifyrirtækja, fulltrúi háskóla, fulltrúi styrktaraðila, fulltrúi stjórnar Ský ásamt starfandi framkvæmdastjóra Ský. Þriðja valnefnd er skipuð í janúar 2012 og samanstendur af Friðrik Skúlasyni verðlaunahafa UT verðlauna Ský 2010, Friðrik Þór Snorrasyni, forstjóra Reiknistofu bankanna, verðlaunahafa UT verðlauna Ský 2011, Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, forstöðumanns hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, aðila úr háskólasamfélaginu ásamt Eggert Claessen frá Frumtaki. Til viðbótar er Hjörtur Grétarsson úr stjórn Ský og Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský.
Tilnefningar skal senda í tölvupósti á sky@sky.is.
Skilyrði tilfnefninga:
Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni.
Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti.
Eftirtaldar upplýsingar þurfa að fylgja tilnefningum:
1. Tilgreindu þann aðila sem þú telur að hafi skarað framúr á sviði upplýsingatækni og uppfyllir skilyrði tilnefninga:
2. Lýstu af hverju þú tilnefnir viðkomandi:
3. Nafn og tölvupóstfang þess sem tilnefnir:
Tilnefningar standa yfir frá 10. janúar til og með 22. janúar 2012.
UT verðlaun Ský árið 2012 verða afhent á UTmessunni þann 9. febrúar á Grand hóteli.