• Borgartún 35

11. jan. 2012

Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar hlýtur D-vottun

Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.

Vélsmiðjan var stofnuð 15. desember 1985 og hóf starfsemi í bílskúrnum að Grenigrund 43 á Akranesi. Í upphafi var lögð áhersla á framleiðslu á reiðtygum en síðan bættist við ýmis nýsmíð, handrið, stigar, sperrur og fleira.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.