Fréttasafn



  • Borgartún 35

11. jan. 2012

Aðild Rússlands að WTO samþykkt

Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) var samþykkt á ráðherrafundi aðildarríkjanna í desember sl. Rússland hefur frest til 15. júní nk. til að fullgilda aðildarsamninginn og tekur aðildin gildi 30 dögum eftir fullgildingu. Utanríkisráðuneytið mun upplýsa um gildistökudag þegar hann liggur fyrir.

Aðild Rússlands að WTO mun hafa ýmis jákvæð áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til Rússland. Í meðfylgjandi samantekt viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins er gerð grein fyrir þessum áhrifum, auk tollalækkana við innflutning á völdum vörum til Rússlands.

Viðskiptasvið utanríkisráðuneytisins veitir fúslega allar frekari upplýsingar um aðild Rússlands að WTO.