Fréttasafn  • Borgartún 35

20. jan. 2012

Yfirlýsing Samtaka atvinnulífsins vegna uppsagnarákvæðis kjarasamninga

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa ákveðið að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga hinn 31. janúar næstkomandi þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki efnt fyrirheit sem gefin voru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana 5. maí 2011. Sérstakt samkomulag milli samningsaðilanna var undirritað í dag sem staðfestir þessa ákvörðun.