Allir vinna - Minnum á að endurgreiðsla VSK af vinnu á byggingastað var framlengd til ársloka 2012
Heimildin nær til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis, auk húsnæðis sem er alfarið í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga.
það er einfalt að sækj aum endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Fara þarf inn á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is, skrá sig inn á þjónustuvefinn og fylla út eyðublaðið "beiðni um endurgreiðslu vegna virðisaukaskatts". Halda þarf til haga frumritum af öllum reikningum sem greiddir hafa verið vegna vinnu á byggingastað. Reikningarnir þurfa að vera sudurliðaðir í efniskostnað annars vegar og vinnukostnað hins vegar.
Reikningum og staðfestingu á að þeir hafi verið greiddir er síðan skilað til skattstjóra í viðkomandi umdæmi sem endurgreiðir virðisaukaskattinn.
Nánari upplýsingar er að finna á www.allirvinna.is