Fréttasafn  • Boxið5

2. nóv. 2012

BOXINU frestað um viku vegna veðurs 

BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað um eina viku en tvö liðanna komast ekki Reykjavíkur vegna veðurs.
 
Keppnin verður haldin laugardaginn 10. nóvember. BOXIÐ hefst kl. 10.00 og stendur til 16.00. Háskólinn í Reykjavík er opinn á keppnisdag Boxins og eru áhugasamir velkomnir að fylgjast með liðunum leysa þrautirnar.
Að BOXINU standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema.