Kynningarfundir um mannaskiptaverkefni
Mannaskiptaverkefni eru oft vannýtt auðlind fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu og kannanir sýna að fyrirtækin, hika oft við að taka þátt. Hér á Íslandi hefur þessi möguleiki verið lítt notaður og fá fyrirtæki nýtt sér þetta tækifæri.
Dæmi um ávinninga af mannaskiptum geta verið aukin nýsköpun og frumkvæði í fyrirtækinu, fjölmenning og tungumálaþekking svo eitthvað sé nefnt.
Um hvað snýst verkefnið?
Sett hefur verið upp heimasíða þar sem fyrirtæki geta skráð sig og leitað að samstarfsaðilum.
Vinnumálastofnun býður nú fyrirtækjum að koma á kynningarfund þann 12.nóvember á Radison Blu (Hótel Saga) til að fræðast meira um möguleikana í mannaskiptaverkefnum Evrópusambandsins.
Á fundunum munu fulltrúar Leonardo skrifstofunnar kynna möguleika til mannaskiptaverkefna og fulltrúar Vinnumálastofnunar munu kynna verkefnið, handbókina og heimasíðuna.
Um tvo fundi er að ræða, sá fyrri er kl. 8.30 en sá seinni er kl.11.00.
Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir þátttakendur.
Nánari upplýsingar og skráning á fundina er hjá Ásdísi Guðmundsdóttur í síma 515-4860 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is