Fréttasafn



  • Aldarminning

9. nóv. 2012

Skapandi auðlindasýn - aldarminning Kristjáns Friðrikssonar

Haldið verður málþing um Kristján Friðriksson iðnrekanda í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í dag kl. 14.00.
 
Haraldur Ólafsson mannfræðingur rifjar upp hugmyndir Kristjáns um farsældarríki og manngildisstefnu. Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur fjallar um hugmyndir Kristjáns um fiskveiðistjórnun, auðlindaskatt, líf- og hagkeðju sem kallast á við sjálfbærnihugsjón samtímans. Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík ræðir skapandi skólahugmyndir Kristjáns, lífrænt skólastarf og samþættingu hugar og handar. Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur segir sögu af iðnaðaráformum Kristjáns. Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur gluggar í Útvarpstíðindin og uppeldisbækurnar í tengslum við hugsjónina um virkan opinberan vettvang.
 
Jón Sigurðsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, vinur og samstarfsmaður Kristjáns setur hugmyndir og æviatriði hans í samhengi og stýrir fundi.
 
Aðgangur frír og kaffiveitingar í lokin. Allir hjartanlega velkomnir!