Gestur G. Gestsson kjörinn formaður SUT
Hilmar Veigar Pétursson, CCP, formaður samtakanna gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gestur G. Gestsson Advania kjörinn formaður í hans stað. Nýir meðstjórnendur til tveggja ára eru Daði Friðriksson Tölvumiðlun, Haukur Þ. Hannesson AGR og Björn Ingvarsson CCP. Þrír meðstjórnendur sitja áfram, Hrannar Erlingsson Maritech, Magnús Norðdahl LS Retail og Ágúst Einarsson, EMR
Fráfarandi formaður SUT, Hilmar V. Pétursson, fór yfir verkefni ársins þar sem áhersla var lögð á sex forgangsverkefni:
- auka aðgang að hæfu starfsfólki fyrir fyrirtækin
- stuðla að bættu samkeppnisumhverfi
- styrkja ímynd SUT og efla kynningarmál
- stuðla að betra aðgengi að erlendum mörkuðum
- stuðla að auknum fjárfestingum
- styrkja samstarf SUT fyrirtækja og helstu samstarfsaðila þeirra