Fréttasafn  • Prósentumerki

14. nóv. 2012

Seðlabankinn hækkar vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur þrátt fyrir að þjóðhagsspá Seðlabankans bendi til nokkru minni hagvaxtar og lægri verðbólgu en spáð var í ágúst. 

 

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI segir hækkunina ekki óvænta miðað við stefnu bankans, en hún sé hins vegar þveröfug við stefnu seðlabanka nágrannaríkjanna, sem flestir eru með talsvert neikvæða raunvexti og leggja höfuðáherslu á að halda hagkerfunum gangandi.

Bjarni Már segir vaxtahækkanir koma sérlega illa við íslensk heimili og fyrirtæki, sem eru skuldsettari en í öðrum löndum. Stýrivaxtahækkanir hafi lítil áhrif á orsök verðhækkana og þær geti til lengri tíma fremur hækkað verðbólgu en hitt.