21. nóv. 2012
Íslenskur tölvuleikur úr Twilight kvikmyndunum
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur í samstarfi við Summit Entertainment gefið út tölvuleikinn Twilight QuizUp, þar sem aðdáendur kvikmyndanna geta keppt sín á milli í Twilight fróðleik. Leikurinn er nú fáanlegur bæði á Apple App store og Google Play í kjölfar frumsýningar á Twilight Saga Breaking Dawn: Part 2, sem er lokakafli myndaflokksins.
Hugmyndin að baki leiksins byggist á því að notendur tengi sig saman í gegnum kerfi QuizUp og svari í rauntíma spurningum um Twilight söguna. Leikmenn sjá síðan frammistöðu sína í samhengi við frammistöðu annarra spilara.
Sjá nánar á mbl.is