Fréttasafn  • Reykjanesbraut

8. mar. 2013

Útboðsþing - Heldur bjartara framundan en síðustu ár

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið á Grand Hótel Reykjavík í dag. Yfir 100 áhugasamir verktakar hlýddu á fulltrúa helstu framkvæmdaaðila hins opinbera kynna fyrirhugaðar framkvæmdir.

Dagur B. Eggertsson kynnti framkvæmdir Reykjavíkurborgar sem nema um 10 milljörðum króna. Hann vakti athygli á umtalsverðri uppbyggingu einkaaðila umhverfis Hlemm en þar er að fara af stað nýbygging 550 íbúða. Áætlað er að þessi verkefni kosti um 20 milljarða króna. 

Framkvæmdasýslan kynnti myndarlegan framkvæmdapakka fyrir tæpar 18 milljarða. Nokkuð tryggt er að af þeim verið því einungis voru kynntar framkvæmdir sem þegar hafa verið fjármagnaðar eða fjármögnun tryggð.

Landsvirkjun kynnti tæplega 17 milljarða króna áætlun þar sem Búðarhálsvirkjun er fjárfrekasta framkvæmdin. 

Nýframkvæmdir HS Orku eru að mestu í biðstöðu meðan beðið er ákvörðunar Norðuráls.

Landsnet áætlar að verja 6,6 milljörðum til nýfjárfestinga á árinu sem er 4,5 milljarða aukning frá fyrra ári. 

Glærur

Reykjavíkurborg

Framkvæmdasýsla ríkisins

Faxaflóahafnir

Landsvirkjun

Siglingastofnun

HS orka

Landsnet

Orkuveita Reykjavíkur

Vegagerðin