Fréttasafn  • Rafmenn d vottun

11. mar. 2013

Rafmenn ehf. fá D - vottun

Rafmenn ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegn um stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Rafmenn ehf. er einkahlutafélag stofnað í desember árið 1997. Í dag eru eigendur þess feðgarnir Jóhann Kristján Einarsson rafvirkjameistari og löggiltur rafverktaki og Árni Páll Jóhannsson.

Fyrirtækið er markaðssinnað raflagnafyrirtæki, sem starfar um land allt, en hefur sinn heimamarkað á Eyjafjarðarsvæðinu.

Mjög víðtæk þekking er innan fyrirtækisins á allri almennri rafmagnstækni, sérþekkingu á sjónvarpskerfum og instabus kerfum. Þann 1.maí 2008 var gerður samstarfssamningur við Mílu og var þá sett á laggirnar ný deild, fjarskiptadeild. Í henni eru fyrrum starfsmenn Mílu sem búa yfir áratuga reynslu á sviði fjarskipta.

Í dag starfa 29 starfsmenn hjá Rafmönnum.