Fréttasafn



  • twilight-quizup-net

22. mar. 2013

Laða til sín fjárfesta og fé í Kísildalnum

Eigendum leikjafyrirtækisins Plain Vanilla hefur á þremur mánuðum tekist að safna 150 milljónum króna til frekari sóknar frá fjárfestum í Kísildalnum í Kaliforníu.

Fyrirtækið þróar spurningaleiki fyrir snjallsíma og í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, einn forsvarsmanna fyrirtækisins, næsta skref að hanna samfélagsvef sem tengir fólk með sömu áhugamál.

Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Þorsteinn þá hafa leitað að fjármagni fyrir reksturinn hérlendis en gengið erfiðlega. Þeir hafi ákveðið að fara til hjarta tækniheimsins í Kísildalnum og freista gæfunnar. Að baki fjármögnunar Plain Vanilla standa nú 20 fjárfestingafyrirtæki víðs vegar að, Singapúr, London, Kína og New York.