Fréttasafn



3. maí 2013

Gengið ekki allsráðandi um matvælaverð

„Það er mikil einföldun að ætla að verð á matvælum breytist í takt við gengisþróun krónunnar“, segir Bjarni  Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins en undanfarið hefur verið bent á styrking krónunnar upp a á síðkastið hafi ekki skilað sér í lækkandi verði.

Bjarni Már bendir á að launakostnaður hafi hækkað mikið á árinu en samningsbundin launahækkun í febrúar sl. hafi verið mörgum fyrirtækjum þungbær. „Fyrr á árinu óttuðumst við að fyrirtækin myndu ekki hafa ráðrúm til annars en að ýta launahækkunum út í verðlag. Það hefur ekki gerst og má velta fyrir sér hvort styrking krónunnar með tilsvarandi lækkun á innflutningsverði á matvælum og hráefnum hafi haldið aftur af hækkunum.“

Að lokum bendir Bjarni á  að í mars hafi tekið í gildi sérstakur sykurskattur sem leggst af fullum þunga á margar algengar neysluvörur en það eitt og sér hafi valdið hækkun á matvælaverði.