Tryggvi Jónsson nýr formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga
Í gær var haldinn aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga en félagið gekk til liðs við Samtök iðnaðarins fyrir skömmu. Ný stjórn félagsins var kjörin og er nýr formaður félagsins Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Mannvit. Hann tekur við af Júlíusi Karlssyni sem gaf ekki kost á sér aftur. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn eru Magnús Kristbergsson sem einnig sat í síðustu stjórn. Nýir inn í stjórnina koma Arinbjörn Friðriksson frá Eflu, Bjarni Gunnarsson frá Hit og Guðjón Jónsson VSÓ Ráðgjöf. Stærsta verkefni nýrrar stjórnar verður að fylgja eftir nýrri stefnumótun félagsins.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa hélt Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannvit, erindi um olíuleit á norðurslóðum og beindi sérstaklega spjótum sínum að því hvaða áhrif slík umsvif kynnu að hafa á íslenskan ráðgjafarmarkað.