Fréttasafn1. okt. 2013

Ný stjórn hjá IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra leikjaframleiðenda sem haldin var 27. september var kosin ný stjórn.

Nýr formaður  er Stefanía Halldórsdóttir frá CCP og tekur hún við af Jónasi B. Antonssyni frá Gogogoc.

Meðstjórnendur eru Ólafur Andri Ragnarsson Betware, Anna Katrín Ólafsdóttir CCP, Viggó Ingimar Jónasson Fancy Pants Global og Ýmir Örn Finnbogason Plain Vanilla   

Varamenn eru þeir Stefán Álfsson  Alterego Studios og Burkni J. Óskarsson Lumenox

Mörg og spennandi viðfangsefni bíða nýrrar stjórnar og er fyrirhugað að Game Creator keppnin fari fram í þriðja sinn í janúar og febrúar 2014. Keppt er í leikjagerð og hlýtur vinningshafinn „Game Creator“ verðlaunin en vinningshafi síðustu keppni var einmitt Lumenox sem á tilveru sína þessari keppni að þakka.

Aðilar að IGI eru í dag átta fyrirtæki en samtökin voru stofnuð sem starfsgreinahópur hjá Samtökum iðnaðarins í september 2009.

Sjá ársskýrslu síðasta árs.