Fréttasafn1. okt. 2013

Daníel Kjartan Ármannsson er Bakari ársins 2013

Keppnin Bakari ársins 2013 fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um síðustu helgi. Sigurvegari var Daníel Kjartan Ármannsson, starfsmaður í Mosfellsbakaríi, í öðru sæti varð Andri Kristjánsson, Bernhöftsbakaríi og í þriðja sæti Ragnheiður Guðmundsdóttir, Valgeirsbakaríi.  

Hótel- og matvælaskólinn stóð fyrir keppninni með stuðningi Landssambands bakarameistara, Klúbbs bakarameistara og birgja. Landssamband bakarameistara gaf veglegan farandbikar og eignarbikar handa sigurvegaranum, ásamt medalíum handa öllum keppendum. Birgjar gáfu gjafakörfur og peningaverðlaun og Klúbbur bakarameistara peningaupphæð.